Sport

Rodgers: Varadómararnir kunna ekki reglurnar

Ein af stærstu stjörnum NFL-deildarinnar, Aaron Rodgers sem er leikstjórnandi Green Bay Packers, er hundóánægður með varadómarana í deildinni.

Þeir gerðu skelfileg mistök í leik Packers og San Francisco 49ers sem höfðu samt ekki endanleg áhrif á útkomu leiksins. Sem betur fer.

"Ég trúi varla enn þá þessum mistökum. Ég get ekki sagt að þetta sé hlægilegt," sagði Rodgers sem hefur litla trú á þessum dómurum.

"Þeir eru undir smásjá og það réttilega. Þeir þurfa nefnilega að kunna reglurnar."

Enn hefur ekkert þokast í launadeilu NFL og dómara deildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×