Sport

Stuðningsmaður Saints átti að dæma leik liðsins

Stropolo er mikill Saints-bolur og klæðist oftar en ekki fatnaði frá félaginu.
Stropolo er mikill Saints-bolur og klæðist oftar en ekki fatnaði frá félaginu.
Varadómararnir í NFL-deildinni áttu aftur skelfilega helgi en það eru ekki bara þeir sem eru í ruglinu. Dómaranefnd deildarinnar gerði líka stór mistök um helgina.

Þeir settu dómarann Brian Stropolo á leik New Orleans Saints og Carolina Panthers um helgina. Aðeins þrem tímum fyrir leik var Stropolo tekinn af leiknum. Ástæðan er sú að Stropolo er grjótharður stuðningsmaður Saints.

Á Facebook-síðu Stropolo má sjá fjölda mynda af honum í Saints-klæðnaði og í gleðskap með öðrum stuðningsmönnum liðsins.

Svo æstur var hann að fá að dæma leik hjá sínu liði að hann greindi frá þvíá Facebook. Það er líka ólöglegt. Hefði Stropolo sleppt því hefði hann líklega komist upp með að dæma hjá sínu uppáhaldsliði.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×