Innlent

Lögregluforingjar kvöddu Geir Jón

BBI skrifar
Lögregluforingjar gera sér dagamun.
Lögregluforingjar gera sér dagamun. Mynd/Óskar P.
Lögregluforingjar af höfuðborgarsvæðinu heimsóttu í dag samstarfsmann sinn til margra ára, Geir Jón Þórisson, til Vestmannaeyja og kvöddu hann. Þeir eyddu deginum í Eyjum, fóru í siglingu og eyddu kvöldinu á veitingastaðnum Einsa kalda á Hótel Þórshamri.

Geir Jón hefur lengi starfað á höfuðborgarsvæðinu og orðið landsmönnum kær, ekki síst fyrir áberandi hæð sína og sönggleði. Hann hefur nú látið af störfum og er fluttur til Vestmannaeyja, en þar byrjaði hann feril sinn hjá lögreglunni. Að eigin sögn fór hann reglulega þangað „til að hlaða batteríin" meðan hann starfaði í borginni.

Veitingastaðurinn sem lögreglumennirnir hittust á í kvöld er líklega ekki nema í 200 metra fjarlægð frá lögreglustöðinni þar sem Geir hóf feril sinn sem lögreglumaður á sínum tíma. Þannig hverfur líklega allt til upphafs síns að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×