Vill kjósa fyrr frekar en að upplifa annan vitleysisvetur 4. september 2012 10:30 Lúðvík Geirsson „Við eigum ekki að þurfa upplifa einhvern vitleysisvetur, þjóðin á að fá að taka afstöðu til lykilmála og veita stjórnmálaöflum umboð til þess að halda áfram," sagði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar í útvarpsþættinum Í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann sat fyrir svörum ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Lúðvík segir að þjóðin eigi ekki að þurfa upplifa annan eins pólitíska vetur og hér ríkti á síðasta þingi. Hann vill kjósa fyrr, ef allt stefnir í óefni. „Og ég hef talað fyrir því - og segi það opinberlega hér - að ef ástandið verður þannig að menn ætla að sigla inn í veturinn í uppnámi og stór mál verða tekin í gíslingu og stjórnarliðar mæta ekki samhentir til þings, eins og við höfum upplifað, þá sé ég ekkert annað vit í stöðunni en að það verði kosið fyrr en ella," sagði Lúðvík umbúðalaust sem telur stjórnmálaástandið ekki almenningi bjóðandi eins og það var hér síðasta vetur. Vigdís tók undir þetta sjónarmið. Þá tókust stjórnmálamennirnir á um umsóknina að Evrópusambandinu. Þar hélt Vigdís því fram að stjórnvöld væru í raun og veru búin að fá niðurstöðu í samningaviðræðurnar. „Vandamálið við umræðuna hér á landi er að því er haldið fram að hér sé eitthvað annað en Lissabon-sáttmálinn í boði. Sem er nokkurskonar stjórnarskrá ESB. Og það hafa komið skilaboð frá Brusssel um að það verða engar undanþágur í boði," sagði Vigdís sem heldur því fram að tæknilega séð séu samningaviðræðum lokið - það sem sé í boði sé óbreyttur Lissabon-sáttmáli án undanþága. Þessu vísaði Lúðvík alfarið á bug. Sagði þetta einfaldlega rangt og að það væri ómögulegt að fullyrða nokkuð um slíkt fyrr en samningurinn væri tilbúinn. Hægt er að hlusta á stjórnmálamennina hér. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
„Við eigum ekki að þurfa upplifa einhvern vitleysisvetur, þjóðin á að fá að taka afstöðu til lykilmála og veita stjórnmálaöflum umboð til þess að halda áfram," sagði Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar í útvarpsþættinum Í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann sat fyrir svörum ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Lúðvík segir að þjóðin eigi ekki að þurfa upplifa annan eins pólitíska vetur og hér ríkti á síðasta þingi. Hann vill kjósa fyrr, ef allt stefnir í óefni. „Og ég hef talað fyrir því - og segi það opinberlega hér - að ef ástandið verður þannig að menn ætla að sigla inn í veturinn í uppnámi og stór mál verða tekin í gíslingu og stjórnarliðar mæta ekki samhentir til þings, eins og við höfum upplifað, þá sé ég ekkert annað vit í stöðunni en að það verði kosið fyrr en ella," sagði Lúðvík umbúðalaust sem telur stjórnmálaástandið ekki almenningi bjóðandi eins og það var hér síðasta vetur. Vigdís tók undir þetta sjónarmið. Þá tókust stjórnmálamennirnir á um umsóknina að Evrópusambandinu. Þar hélt Vigdís því fram að stjórnvöld væru í raun og veru búin að fá niðurstöðu í samningaviðræðurnar. „Vandamálið við umræðuna hér á landi er að því er haldið fram að hér sé eitthvað annað en Lissabon-sáttmálinn í boði. Sem er nokkurskonar stjórnarskrá ESB. Og það hafa komið skilaboð frá Brusssel um að það verða engar undanþágur í boði," sagði Vigdís sem heldur því fram að tæknilega séð séu samningaviðræðum lokið - það sem sé í boði sé óbreyttur Lissabon-sáttmáli án undanþága. Þessu vísaði Lúðvík alfarið á bug. Sagði þetta einfaldlega rangt og að það væri ómögulegt að fullyrða nokkuð um slíkt fyrr en samningurinn væri tilbúinn. Hægt er að hlusta á stjórnmálamennina hér.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira