Innlent

Fyrsti rugby leikur milli íslenskra liða

BBI skrifar
Nú um helgina fór fram fyrsti 15 manna rugby leikur milli íslenskra félaga hér á landi. Með leiknum lauk rugby-leiktímabilinu hér á landi í ár.

Leikurinn um helgina var fjórði leikur íslenska rugby tímabilsins, en hingað til hafa leikirnir farið þannig fram að Rugbyfélag Reykjavíkur og Rugbyfélag Kópavogs sameina krafta sína og taka á móti erlendum mótherjum. Íslensku strákunum tókst að vinna tvo af þremur fyrstu leikjunum.

Nú um helgina snerust svo liðin gegn hvoru öðru í fyrsta sinn. Leiknum lauk með sigri Rugbyfélags Reykjavíkur.

Framundan í rugby senunni á Íslandi eru stífar vetraræfingar og keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar næstkomandi. Íslensku strákarnir verða því reynslunni ríkari á næsta keppnistímabili.

Hér á Vísi má skoða nokkrar myndir úr leiknum sem Alexander Ankirskiy tók. Hasarinn var mikill og baráttan hörð eins og sjá má.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×