"Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands" Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2012 18:45 Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins. Þá er hún ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður. Þorgerður Katrín er gestur Magnúsar Halldórssonar í nýjasta þætti Klinksins, spjallþáttar um viðskipti- og efnahagsmál á viðskiptavef Vísis. Þorgerður segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að móta sér trúverðuga efnahagsstefnu fyrir kosningar, þar sem peningastefnan, og gjaldmiðlamálin þar með, séu undir. Þá segir hún að flokkurinn geti ekki markað sér stöðu yst úti á hægri vængnum, þar sem meginþorri flokksmanna og raunar landsmanna allra, sé staðsettur á miðjunni á hinu pólitíska litrófi. „Síðan má það ekki gerast að einhverjir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins telji það vera sitt helsta verkefni, ásamt einhverjum framsóknarmönnum, að skapa hér einhverja teboðshreyfingu á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands. Hans mesti styrkleiki í gegnum tíðina hefur verið þessi víða skírskotun til landsmanna," segir Þorgerður. Þorgerður segist vera bjartsýn á að Sjálfstæðisflokkurinn nái að stilla saman strengi fyrir kosningar næsta vor og verði í næstu ríkisstjórn. Mikilvægt sé að konur verði í framvarðasveit flokksins, ekki síst í ljósi þess hversu margar frambærilegar konur séu innan raða Sjálfstæðisflokksins. Hún segist ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður á dögunum, en tekur fram að það sé alls ekki vegna óánægju með Illuga Gunnarsson, sem tók við af henni. „Ragnheiður Elín hefur staðið sig með eindæmum vel sem þingflokksformaður og hún leiðir eitt öflugasta kjördæmi okkar sjálfstæðismanna þar sem fylgið hefur vaxið eiginlega allt kjörtímabilið," segir Þorgerður. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn má ekki einangrast yst á hægri vængnum og verða að teboðshreyfingu Íslands segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og fyrrverandi varaformaður flokksins. Þá er hún ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður. Þorgerður Katrín er gestur Magnúsar Halldórssonar í nýjasta þætti Klinksins, spjallþáttar um viðskipti- og efnahagsmál á viðskiptavef Vísis. Þorgerður segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að móta sér trúverðuga efnahagsstefnu fyrir kosningar, þar sem peningastefnan, og gjaldmiðlamálin þar með, séu undir. Þá segir hún að flokkurinn geti ekki markað sér stöðu yst úti á hægri vængnum, þar sem meginþorri flokksmanna og raunar landsmanna allra, sé staðsettur á miðjunni á hinu pólitíska litrófi. „Síðan má það ekki gerast að einhverjir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins telji það vera sitt helsta verkefni, ásamt einhverjum framsóknarmönnum, að skapa hér einhverja teboðshreyfingu á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki verða teboðshreyfing Íslands. Hans mesti styrkleiki í gegnum tíðina hefur verið þessi víða skírskotun til landsmanna," segir Þorgerður. Þorgerður segist vera bjartsýn á að Sjálfstæðisflokkurinn nái að stilla saman strengi fyrir kosningar næsta vor og verði í næstu ríkisstjórn. Mikilvægt sé að konur verði í framvarðasveit flokksins, ekki síst í ljósi þess hversu margar frambærilegar konur séu innan raða Sjálfstæðisflokksins. Hún segist ósátt við að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið sett af sem þingflokksformaður á dögunum, en tekur fram að það sé alls ekki vegna óánægju með Illuga Gunnarsson, sem tók við af henni. „Ragnheiður Elín hefur staðið sig með eindæmum vel sem þingflokksformaður og hún leiðir eitt öflugasta kjördæmi okkar sjálfstæðismanna þar sem fylgið hefur vaxið eiginlega allt kjörtímabilið," segir Þorgerður. Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira