Innlent

HA fagnar stórafmæli

BBI skrifar
Íslandsklukkan við Háskólann á Akureyri.
Íslandsklukkan við Háskólann á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri (HA) fagnar 25 ára afmæli sínu þetta árið. Af því tilefni verður boðið til hátíðar sunnudaginn 2. september í húsakynnum skólans. Boðið verður upp á afmæliskaffi og fjölbreytta dagskrá. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.

Háskólinn á Akureyri var stofnaður 5. september árið 1987. Hann starfaði fyrst í stað í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri.

Það er ekki aðeins Háskólinn sem fagnar stórafmæli í ár því sjálfur Akureyrarbær er 150 ára í ár. Því stendur yfir vegleg afmælisveisla þessa dagana í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×