Innlent

Úrbætur við leikskóla

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm
Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að leggja tæpar þrjár milljónir í framkvæmdir við leikskólann Árbæ. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að kostnaði verði vísað til viðauka við fjárfestingaáætlun.

Fjárhæðinni verður m.a. varið til umbóta á drenun lóðar og þökulögn og fjölgun rólusetta, en verkefnið á í senn að auka öryggi barnanna og bæta líðan þeirra og starfsfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×