Innlent

Metár í "herraklippingum“

Síðasta ár var metár þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum sem gerðar eru á körlum. Þetta kemur fram í Talnabrunni Landlæknis. Embættið heldur skrá yfir ófrjósemisaðgerðir og birtir árlega tölulegar upplýsingar úr skránni. Í fyrra gekkst 581 einstaklingur undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, 424 karlar og 157 konur. Það eru heldur færri ófrjósemisaðgerðir en í hitteðfyrra en hins vegar nokkur fleiri en á árabilinu 2004-2009.

Mikil breyting hefur orðið síðustu tvo áratugina hvað varðar kynjaskiptingu í þeim hópi einstaklinga sem gangast undir ófrjósemisaðgerðir. Tölfræðin sýnir að ófrjósemisaðgerðum á körlum hefur fjölgað jafnt og þétt og í fyrra gengust fleiri karlmenn undir ófrjósemisaðgerð hér á landi en nokkru sinni fyrr. Það ár voru karlmenn tæplega 73% þeirra sem gengust undir slíkar aðgerðir.

Hér má sjá yfirlit yfir ófrjósemisaðgerðir kynjanna.
Fyrir áratug voru ófrjósemisaðgerðir á körlum um 38% af heildarfjölda aðgerða en fyrir tuttugu árum voru þær einungis 5% allra ófrjósemisaðgerða. Á hinn bóginn hefur ófrjósemisaðgerðum á konum fækkað undanfarna áratugi og eru þær nú um 27% af heildarfjölda aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×