Innlent

Fossvogskirkjugarður er áttræður

BBI skrifar
Mynd úr Fossvogskirkjugarði frá árinu 1960.
Mynd úr Fossvogskirkjugarði frá árinu 1960.
Fossvogskirkjugarður fagnar 80 ára afmæli sínu þetta árið og því verður boðið til hátíðarguðsþjónustu í Fossvogskirkju á sunnudaginn næsta.

Vígsla Fossvogskirkjugarðs 2. september 1932 markaði nýtt upphaf fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur. Á þessum árum þótti sýnt að Hólavallakirkjugarður í Vesturbænum væri að fyllast. Þá lögðu menn í leit að nýju svæði undir kirkjugarð. „Og menn fundu Fossvogskirkjugarð. En þá var hann náttúrlega langt úti í sveit. Mörgum þótti hann allt of langt frá miðað við að Hólavallagarður hafði verið nánast við þröskuldinn," segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Kirkjugarðurinn var lítill í upphafi, minni en Hólavallakirkjugarður, en stækkaði smám saman og er nú 28,2 hektarar.

Fossvogskirkja árið 1960.
Í hátíðarguðsþjónustunni prédikar vígslubiskupinn sr. Kristján Valur Ingólfsson og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, flytur ávarp. Vönduð tónlistaratriði munu glæða guðsþjónustuna lífi og loks verður farið í gönguferð um elsta hluta kirkjugarðarins og boðið upp á kaffi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×