Innlent

Eðlilegt að jörð eins og Grímsstaðir sé þjóðareign

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Grímsstaðir á Fjöllum að vetrarlagi.
Grímsstaðir á Fjöllum að vetrarlagi.
Heilsíðuauglýsing birtist í dagblöðum í dag þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórnina að sjá til þess að Grímsstaðir á Fjöllum verði þjóðareign. Á meðal þeirra sem skrifa undir áskorunina eru Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona.

Í augýsingunni segir að stjórnvöldum beri að standa vörð um eignarhald og umráð landsmanna yfir óbyggðum Íslands og þar með bújörðum sem teygja sig inn á hálendið eða hafa sérstöðu í huga þjóðarinnar af sögulegum og menningarlegum ástæðum.

Rúmlega eitt hundrað og fimmtíu manns skrifa undir áskorunina. Eiður Svanberg Guðnason fyrrverandi sendiherra er einn þeirra.

Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu.
„Kveikjan að þessu er náttúrulega fyrst og fremst sú að það eru ákaflega margir sem stendur ekki á sama um eignarhald á öræfum landsins og nýtingu þeirra. Þeir eru líka margir sem hefur fundist þessi kínverska aðkoma að þessu máli vera svolítið einkennileg, málið ekki vera gegnsætt og allt sé þetta svolítið skrítið og margir sem hafa haft af þessu svolitlar áhyggjur,"

Hópurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórnina að sjá til þess að Grímsstaðir á Fjöllum verði þjóðareign

„Við teljum eðillegt að svona jörð eins og Grímstaðir sé þjóðareign þar sem þetta er svo stór hluti af landinu og margir gjalda varhug við þessum loftköstulum sem hafa verið reistir í kringum þessa kínverska manns sem við vitum ákaflega lítið um," sagði Eiður Svanberg Guðnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×