Innlent

Hafís aldrei mælst minni

BBI skrifar
Mynd/Þór
Hafís á norðurhveli jarðar hefur aldrei mælst minni en einmitt í ár. Þar sem vísindamenn telja líklegt að hafís sé um þessar mundir minni en hann hefur verið öldum saman heyrir þetta met til tíðinda.

Mikil árstíðasveifla er á þekju hafíss á norðurheimskautasvæðinu. Þannig þekur hann 14-15 milljónir ferkílómetra að vetri til en ekki nema 5-6 milljónir ferkílómetra á sumrin. Árið 2007 var þekjan í algeru lágmarki þegar hún náði aðeins 4 milljón ferkílómetrum.

Nú þegar hefur hafísþekjan bráðnað niður að lágmarkinu frá árinu 2007. Að öllum líkindum mun bráðnunin halda áfram næstu vikur og því þykjast menn vissir um að í ár verði til nýtt met í ár.

Árstíðasveifla í þekju hafíss á norðurheimskautinu.Mynd/vedur.is
Á myndinni hér til hliðar sést árstíðasveiflan á þekju hafíss. Þar er myndrænt yfirlit yfir hafísinn síðustu ár. Þykka svarta línan sýnir þekjuna árið 2012. Eins og sést er hún þegar komin niður að fyrra lágmarki og mun líklega fara enn neðar.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×