Innlent

Tæplega 1000 fóstureyðingar gerðar í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fóstur.
Fóstur.
Alls voru 969 fóstureyðingar gerðar á Íslandi í fyrra, samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef Landlæknis. Þetta er svipaður fjöldi og síðastliðinn ár.

Að jafnaði eru gerðar flestar fóstureyðingar á konum í aldurshópnum 20-24 ára. Í fyrra varð engin breyting á því, en tæplega 30% allra fóstureyðinga það ár voru framkvæmdar á konum í þeim aldurshópi.

Næst flestar fóstureyðingar voru hjá konum í aldurshópnum 25-29 ára, eða ríflega 19% allra fóstureyðinga, en strax á hæla þeirra koma stúlkur 19 ára og yngri með 18,2% framkvæmdra fóstureyðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×