Innlent

Jón Trausti hættur sem ritstjóri DV

JHH skrifar
Jón Trausti Reynisson fráfarandi ritstjóri.
Jón Trausti Reynisson fráfarandi ritstjóri.
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri DV, mun láta af störfum sem ritstjóri og taka við sem framkvæmdastjóri útgáfufélags blaðsins. Reynir Traustason, pabbi Jóns Trausta, verður einn ritstjóri blaðsins, eftir því sem fram kemur á DV.is. Stefán Torfi Sigurðsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra undanfarin misseri, lét af störfum í vikunni.

Breytingarnar taka gildi í næstu viku en samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri verður Jón Trausti vefstjóri DV.is. Jón Trausti hefur verið ritstjóri DV frá því í desember 2007 en hann var áður ritstjóri tímaritsins Ísafoldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×