Innlent

Höfuðborgarbúar vel vökvaðir í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ferðamenn hafa nýtt sér regnhlífar vel.
Ferðamenn hafa nýtt sér regnhlífar vel. mynd/ stefán.
Þetta er ágætis rigning, góð vökvun, segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Höfuðborgarbúar hafa orðið þess varir að það hefur rignt hressilega í dag.

„Það rignir nú oft svona og meira. Það er að koma september og september og október eru oft blautasti tíminn. Þetta er búið að vera nokkuð samfellt frá því eftir hádegi en það fer nú fljótlega að draga úr þessu," segir Haraldur.

„Á morgun verður skúraveður sunnan- og vestanlands en sunnudagurinn verður miklu skárri," segir Haraldur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×