Innlent

Grillari missti tökin á eldamennskunni

Tilkynnt var um mikinn reyk frá fjölbýlishúsi á Flatahrauni um klukkan tvö í dag. Lögregla og slökkvilið var sent á vettvang og í ljós kom að um var að ræða reyk frá kolagrilli á svölum.

Húsráðandi var að grilla en missti stjórn á eldamennskunni þannig að allt fylltist af reyk, þ. á. m. íbúð húsráðanda þannig að reykræsta þurfti íbúðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×