Innlent

Deilur á milli leigjanda og leigusala endaði með skemmdarverkum

Lögreglan fékk tilkynningu um karlmann sem væri að brjóta sér leið inn í húsnæði á Eldshöfða um klukkan þrjú í dag.

Lögreglan var því send á vettvang en maðurinn var horfinn þegar lögreglan kom á svæðið. Kom þá í ljós að viðkomandi var búinn að vinna skemmdir á húsnæðinu.

Lögreglan hafði þó uppi á viðkomandi skömmu síðar þar sem upplýsingar lágu fyrir hver hann væri. Um voru að ræða deilur á milli leigjanda og leigusala, en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×