Innlent

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hótar málssókn

Elliði Vignisson.
Elliði Vignisson.
Bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum ætlar ekki að una því að útgerðarfélagið Bergur Huginn verði selt úr bænum. Eyjamenn telja sig eiga forkaupsrétt að eignum félagsins og eru tilbúnir til að fara með málið fyrir dómstóla.

Það var í gær sem Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) undirritaði kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda.

Bergur-Huginn gerir út tvo nýlega togara, Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444. Bæði skipin eru 29 metra löng og voru smíðuð fyrir útgerðina í Póllandi á árunum 2006 og 2007. Hjá félaginu starfa 35 manns. Bergur-Huginn rekur ekki landvinnslu og hefur stærsti hluti aflans farið á markað erlendis, að því er segir í tilkynningu.

Kaupin eru háð samþykki samkeppniseftirlitsins og má búast við nokkurri bið á meðan farið er yfir málið þar.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja hótar nú málssókn og vill ógilda kaupin þar sem bæjaryfirvöld vilja meina að þeir eigi forkaupsrétt samkvæmt laga um stjórn fiskveiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×