Innlent

Segir Ögmund ekki eiga að segja af sér

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Niðurstaða kærunefndar um að innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög er vonbrigði og ákveðið áfall að mati formanns Vinstri grænna. Hann telur þó ekki að ráðherrann eigi að segja af sér.

Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík.

Niðurstaða kærunefndar hefur vakið nokkur viðbrögð. Til að mynda sendi stjórn Ungra vinstri grænna frá sér ályktun vegna málsins í dag þar sem hún harmar fréttir af brotum Ögmundar. Það sé skýr krafa að ráðherrar flokksins fari að lögum í orði og á borði og axli ábyrgð gerist þeir sekir um mistök í starfi.

„Menn hljóta að taka svona niðurstöðu alvarlega," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Hann segir niðurstöðuna ákveðið áfall en vill ekki ganga svo langt að segja að Ögmundur eigi að segja af sér vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×