Innlent

500 börn bíða eftir því að komast inn á frístundarheimili

Um fimm hundruð börn bíða eftir því að komast inn á frístundarheimili í Reykjavíkurborg en samkvæmt Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og Skóla. Ástæðan er mannekla og húsnæðisvandi samkvæmt fulltrúum borgarinnar.

„Foreldrar eru ekki sáttir við sum svörin sem þeir fá, t.d. að ekki gefist tími til að taka viðtöl við þá sem hafa þó sótt um starf vegna anna á meðan aðrir benda á húsnæðisskort sem helgast m.a. af því að fjöldi foreldra er enn að sækja um pláss í ágúst," segir Hrefna sem telur stöðuna ekki góða að talsvert sé í land með borgin leysi vandann.

Fjölmargir foreldrar eru ósáttir við þessa óvissu og fá litlar sem engar upplýsingar um það hvenær börn sín komast að. Á meðan þurfa foreldrar oft að taka börnin með sér í vinnuna finni þau ekki önnur úrræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×