Innlent

Póstmálum bjargað á Grundarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði.
Allt útlit er fyrir að íbúar á Grundarfirði geti áfram fengið póstinn borinn til sín áfram eftir að gengið var frá ráðningu nýs starfsmanns. Útburður á póstinum var til umræðu fyrir fáeinum dögum vegna erfiðleika við að ráða bréfbera til starfans.

„Við fengum loksins nýjan starfsmann sem byrjaði síðastliðinn föstudag. Hann flutti frá Reykjavík til að byrja í nýju starfi og er fullur tilhlökkunar að kynnast íbúum Grundarfjarðar. Hann vantar enn þá húsnæði í Grundarfirði en það mun vonandi leysast næstu daga" segir Ragnheiður Valdimarsdóttir stöðvarstjóri hjá Póstinum á Stykkishólmi.

Fyrir var bréfberi í tæplega hálfu starfi og mun nýi maðurinn fylla stöðuna á móti honum. Enn leitar Pósturinn eftir tímastarfsmanni sem getur sinnt útburði á álagstímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×