Sport

Afrek Armstrong verða afmáð úr metabókum

Hjólreiðakappinn Lance Armstrong mun missa alla sjö Tour de France titlana sína en hann er hættur að berjast við bandaríska lyfjaeftirlitið sem hefur sakað hann um ólöglega lyfjanotkun. Armstrong mun þess utan verða dæmdur í lífstíðarbann og afrek hans verða þurrkuð út. Armstrong er ein stærsta stjarna bandarískra íþrótta.

"Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Ég neita að taka þátt í máli sem er eins einhliða og þetta," sagði Armstrong.

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur lengi sakað Armstrong um ólöglega lyfjanotkun. Eftirlitið segir að Armstrong hafi notað ólögleg lyf frá árinu 1996.

Armstrong heldur enn fram sakleysi sínu en segist ekki nenna að berjast gegn þessum ásökunum endalaust.

Tíu af fyrrum félögum Armstrong eru tilbúnir að vitna um að Armstrong hafi notað ólögleg lyf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×