Sport

Sagan vann fyrstu dagleið á Tour de France

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sagan kemur í mark í Seraing í dag.
Sagan kemur í mark í Seraing í dag. Nordicphotos/Getty
Hjólreiðakappinn Peter Sagan kom fyrstur í mark á fystu dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag. Hjólaðir voru 198 kílómetrar.

Leið dagsins var á milli Liege og Seraing í Belgíu. Svisslendingurinn Fabian Cancellara kom annar í mark en hann hóf keppnina í gulu treyjunni eftir sigur í forkeppninni í gær.

Þriðji varð Norðmaðurinn Edvald Boasson-Hagen. Skammt á eftir koma Bretinn Bradley Wiggins sem þykir líklegur til sigurs í ár og sömuleiðis Ástralinn Cadel Evans sem á titil að verja.

Cancellara hefur sjö sekúndna forystu á Wiggins í heildarkeppninni að lokinni fyrstu dagleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×