Sport

Fyrrum leikmaður Raiders kærður fyrir fjögur morð

Stuðningsmenn Raiders eru ófrýnilegir.
Stuðningsmenn Raiders eru ófrýnilegir.
Anthony Wayne Smith, fyrrum leikmaður Oakland Raiders í NFL-deildinni, er í afar vondum málum efir að hafa verið ákærður fyrir fjögur morð.

Hinn 45 ára gamli Smith lék með Raiders frá 1990 til 1997.

Það var þegar búið að kæra hann fyrir eitt morð þegar hinar morðákærurnar komu.

Hann er ákærður fyrir að drepa tvo menn árið 1999 og einn árið 2001. Svo er þegar búið að rétta einu sinni yfir honum vegna morðs á manni fyrir fjórum árum síðan. Varð að endurtaka þau réttarhöld.

Verði Smith fundinn sekur á hann líklega yfir höfði sér dauðarefsingu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×