Innlent

Jackass-stjarna borgaði milljón fyrir skemmdir á Land Cruiser

JHH skrifar
Bam Margera munaði ekki upp að taka 1100 þúsund krónur af kortinu sínu fyrir Land Cruiser bílinn og gekk brosandi út.
Bam Margera munaði ekki upp að taka 1100 þúsund krónur af kortinu sínu fyrir Land Cruiser bílinn og gekk brosandi út. Samsett mynd/Vísir
Jackass-stjarnan, Bam Margera, stórskemmdi Toyota Land Cruiser bílaleigubíl hérna á Íslandi á dögunum, en hann hefur verið hér í fríi undanfarna daga. Bíllinn, sem var í eigu Hertz bílaleigunnar, fannst við hótel í Reykjanesbæ um miðnætti í gærkvöld, fimm dögum eftir að leigutíminn hafði runnið út. Bíllinn var allur dældaður, rispaður og málningarslettur voru á honum.

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til og reyndist Margera enn dvelja á hótelinu sem bifreiðin stóð við, ásamt konu sem hefur verið með honum hér á landi. Tjáðu þau lögreglu að þau hefðu misst af flugi og því ákveðið að skila ekki bílnum heldur borga bara aukadagana þegar honum yrði skilað. Aðspurð sögðu þau að þau væru líklegast völd að skemmdunum á honum og var tjáð að þær hefðu verið metnar á 1.1 milljón króna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var Margera ekkert að hika en staðgreiddi tjónið með kreditkorti sínu. Hann og vinkona hans þökkuðu lögreglunni svo aðstoðina og buðu góða nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.