Innlent

Skjálftahrina í Kötlu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jökulsá á Sólheimasandi. Hún er meðal þeirra áa sem renna undan Kötlu.
Jökulsá á Sólheimasandi. Hún er meðal þeirra áa sem renna undan Kötlu.
Jarðskjálftahrina hófst í Kötlu laust fyrir klukkan fimm í morgun. Milli klukkan fimm og sex mældust þar fjórtán smáskjálftar en síðan virðist hafa dregið úr hrinunni og milli klukkan sex og níu mældust þar sex skjálftar, samkvæmt skjálftavef Veðurstofunnar. Sá stærsti mældist 1,6 stig.

Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur hjá Veðurstofunni, segir upptök sjálftanna í kötlunum sem opnuðust í umbrotunum í fyrrasumar. Hún telur líklegast að rekja megi skjálftana til virkni í jarðhitasvæðum. Hún segir að aukin rafleiðni í Múlakvísl að undanförnu gæti bent til þess að í hana leki jarðhitavatn en þó hægt og rólega.

Fyrir rúmum mánuði varð lítið Kötluhlaup í kringum mánaðamótin apríl-maí og stóð í nokkra daga. Órói í eldstöðinni kom þá fram á jarðskjálftamæli og aukin rafleiðni mældist í Múlakvísl. Það hlaup röktu vísindamenn einnig til jarðhitavirkni í einum af kötlum Mýrdalsjökuls.

Hlaup sem kom í fyrrasumar úr kötlunum var svo öflugt að brúna yfir Múlakvísl tók af og lokaðist hringvegurinn austan Víkur í tíu daga á háannatíma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×