Sport

Semur við Chargers og leggur svo skóna á hilluna

Tomlinson hefur lokið keppni.
Tomlinson hefur lokið keppni.
Einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar, LaDainian Tomlinson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir ellefu ára gifturíkan feril.

Tomlinson var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar árið 2006. Hann er í fimmta sæti yfir þá hlaupara sem hafa hlaupið lengst í sögu deildarinnar.

Hann var lengstum í herbúðum San Diego Chargers og með hann innanborðs varð Chargers að alvöru liði. Hann var hjá liðinu í níu ár en síðustu tvö ár var hann í herbúðum NY Jets.

Tomlinson vill hætta sem leikmaður Chargers og því mun hann skrifa undir samning við félagið og svo tilkynna að hann sé hættur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×