Mikilvægar auðlindir gætu leynst á umdeildu svæði á Reykjaneshrygg Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júní 2012 19:00 Mikilvægar auðlindir eins og jarðhiti gætu leynst á hafsbotninum á svæði sunnan við Grænland sem bæði Ísland og Danmörk, fyrir hönd Grænlands, gera tilkall til. Danir fara með utanríkismál fyrir Grænlendinga en dönsk stjórnvöld upplýstu utanríkisráðuneytið um það sl. vetur að við mælingar á landgrunninu suður af Grænlandi hefði komið í ljós skörun við landgrunn Íslands fyrir vestan Reykjaneshrygg. Svæðið sem um er deilt er ekki stórt en annar hvor málsaðila þarf að gefa kröfur sínar eftir eða ná málamiðlun um markarlínur. Málefni landgrunnsins eru á borði Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins. „Þessi skörun milli Grænlands og Íslands kom bara upp fyrir nokkrum mánuðum. Við gerum ráð fyrir því að funda síðsumars og vonumst eftir því að finna skjóta lausn á því máli vegna þess að við stefnum að því að gera landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna grein fyrir okkar greinargerð í haust," segir Tómas, en landgrunnsnefndin er aðeins bær til að fjalla um óumdeild svæði á hafsbotninum. Því þarf að ná samkomulagi við Dani áður. Tómas segir að Danir hafi mælt svæðið á eftir Íslendingum og séð skörun. Þess vegna séu þeir að fara fram á hluta af því svæði sem Íslendingar töldu tilheyra sér. „Og við gerum ráð fyrir því að geta leyst þetta eins og vinaþjóðir eiga að gera," segir hann. Hvaða auðlindir eru á hafsbotninum á þessu svæði? „Á Reykjaneshryggnum þá hefur verið talið að líklegast sé um jarðhita að ræða, sem getur skipt miklu máli í framtíðinni. Það verður að segjast eins og er með hafsbotninn að það er minna vitað um hann en margt annað og ekki síst þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir sem víðáttumestum svæðum með framtíðarhagsmuni í huga," segir Tómas H. Heiðar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Mikilvægar auðlindir eins og jarðhiti gætu leynst á hafsbotninum á svæði sunnan við Grænland sem bæði Ísland og Danmörk, fyrir hönd Grænlands, gera tilkall til. Danir fara með utanríkismál fyrir Grænlendinga en dönsk stjórnvöld upplýstu utanríkisráðuneytið um það sl. vetur að við mælingar á landgrunninu suður af Grænlandi hefði komið í ljós skörun við landgrunn Íslands fyrir vestan Reykjaneshrygg. Svæðið sem um er deilt er ekki stórt en annar hvor málsaðila þarf að gefa kröfur sínar eftir eða ná málamiðlun um markarlínur. Málefni landgrunnsins eru á borði Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings utanríkisráðuneytisins. „Þessi skörun milli Grænlands og Íslands kom bara upp fyrir nokkrum mánuðum. Við gerum ráð fyrir því að funda síðsumars og vonumst eftir því að finna skjóta lausn á því máli vegna þess að við stefnum að því að gera landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna grein fyrir okkar greinargerð í haust," segir Tómas, en landgrunnsnefndin er aðeins bær til að fjalla um óumdeild svæði á hafsbotninum. Því þarf að ná samkomulagi við Dani áður. Tómas segir að Danir hafi mælt svæðið á eftir Íslendingum og séð skörun. Þess vegna séu þeir að fara fram á hluta af því svæði sem Íslendingar töldu tilheyra sér. „Og við gerum ráð fyrir því að geta leyst þetta eins og vinaþjóðir eiga að gera," segir hann. Hvaða auðlindir eru á hafsbotninum á þessu svæði? „Á Reykjaneshryggnum þá hefur verið talið að líklegast sé um jarðhita að ræða, sem getur skipt miklu máli í framtíðinni. Það verður að segjast eins og er með hafsbotninn að það er minna vitað um hann en margt annað og ekki síst þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir sem víðáttumestum svæðum með framtíðarhagsmuni í huga," segir Tómas H. Heiðar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira