Sport

Efsta kona heimslistans úr leik í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Spaði Azarenku fékk að kenna á því í gær. Sú hvít-rússneska fékk aðvörun hjá dómara leiksins fyrir vikið.
Spaði Azarenku fékk að kenna á því í gær. Sú hvít-rússneska fékk aðvörun hjá dómara leiksins fyrir vikið. Nordic Photos / Getty
Victoria Azarenka frá Hvíta-Rússlandi, efsta kona heimslistans í tennis, féll óvænt úr keppni í fjórðu umferð Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.

Azarenka, sem talin var sigurstrangleg í París, tapaði í tveimur settum, 2-6 og 6-7, gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu sem situr í 16. sæti heimslistans.

Þegar Azarenka var spurð á blaðamannafundi eftir tapið hvernig hún færi að því að jafna sig á tapinu svaraði hún kaldhæðnislega.

„Ég ætla að fremja sjálfsmorð," sagði hún og bætti svo við. „Mótinu er lokið. Á hverju þarf ég að jafna mig? Nú þarf ég bara að horfa fram á veginn og bæta minn leik."

Azarenka sigraði á Opna ástralska meistaramótinu í janúar og komst í kjölfarið á topp heimslistans. Ólíklegt er að hún haldi sæti sínu þar eftir tapið í gær.

Cibulkova mætir Sam Stosur frá Bandaríkjunum í fimmtu umferð mótsins. Stosur sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra og situr í sjötta sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×