Sport

Stosur í undanúrslit eftir sigur á Cibulkovu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stosur á rauðum leirvellinum í París í dag.
Stosur á rauðum leirvellinum í París í dag. Nordicphotos/Getty
Samantha Stosur frá Ástralíu tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í tveimur settum, 6-4 og 6-1.

Cibulkova sem sló efstu konu heimslistans, Victoriu Azarenku, úr leik í síðustu umferð mátti játa sig sigraða gegn Stosur sem var röðuð númer sex í mótið.

Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Stosur kemst í undanúrslit mótsins. Árið 2010 fór hún alla leið í úrslit en mátti sætta sig við tap.

Stosur mætir Söru Errani frá Ítalíu í undanúrslitum. Sú ítalska sló Angelique Kerber út í tveimur settum 6-3 og 7-6. Áður hafði fyrrum meistarinn Ana Ivanovic og Svetlana Kuznetsova þurft að sætta sig við tap gegn ítölsku tenniskonunni.

Bein útsending er frá mótinu á Eurosport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×