Innlent

Unglingar brutust inn í bíla í Breiðholti

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrír unglingspiltar voru handteknir í Breiðholti um tvö leytið í nótt, grunaðir um að hafa farið inn í bíla í leit að verðmætum. Ekki liggur fyrir hvort þeir höfðu eitthvað upp úr krafsinu, en lögregla hafði samband við foreldra þeirra, sem sóttu þá á lögreglustöðina.

Þá var tilkynnt um innbrot í félagsheimili í Mosfellsbæ í nótt, en ekki er vitað hvort einhverju var stolið þar. Sá eða þeir, sem þar voru að verki, eru ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×