Innlent

Vítisenglar selja Viagra

Skipulögð glæpasamtök í Svíþjóð á borð við Vítisengla virðast hafa fundið sér nýja gróðaleið. Að því er fram kemur í sænska blaðinu Dagens Nyheter hafa glæpaklíkurnar tekið upp á því að selja stinningarlyf á borð við Viagra á Netinu. Gríðarleg aukning hefur orðið á ólöglegri sölu slíkra lyfja síðustu misserin í Svíþjóð og bendir ýmislegt til þess að glæpaklíkurnar standi að baki innflutningnum.

Salan getur skilað miklum gróða auk þess sem viðurlög við slíkum brotum eru mun vægari en þegar um hörð fíkniefni er að ræða. Fyrir nokkrum mánuðum fannst mikið af stinningarlyfjum í klúbbhúsi Vítisengla í Svíþjóð þegar lögreglan gerði þar húsleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×