Stal loki af setlaug en tæmdi laugina af ótta við frostskemmdir 21. maí 2012 11:29 Athugið að myndin er úr safni. Þeir eru misstillitsamir þjófarnir, en sumarhúsaeigandi í Þingvallasveit fékk að kynnast einum slíkum. Þannig var loki af rafmagnssetlaug stolið frá sumarbústað í landi Kárastaða í maí. Þjófurinn lét sig þó hafa það að tæma setlaugina, líklega af ótta við að laugin skemmdist vegna næturfrostsins. Þjófurinn stal einnig tröppum og útiljósi. Lögreglan á Selfossi telur að þjófnaðurinn gæti hafa átt sér stað á tímabilinu 1. til 18. maí. Svo segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi að frá því um miðjan apríl til miðjan maí síðastliðinn, hafi verið brotist inn í sumarbústað í landi Efra Sýrlæks í Flóa. Þaðan var stolið nýlegum Simenz ísskáp, hjónarúmi, búsáhöldum og karlmannsfatnaði. Þjófarnir brutu sér leið með því að spenna upp útihurð. Það er afar fáttítt að brotist sé inn í sumarbústaði í Flóanum, þó þar hafi eitt frægasta rán Íslandssögunnar átt sér stað, sjálft Kambsrán að því er greinir frá í tilkynningu lögreglunnar. Gera má ráð fyrir að þjófarnir hafi verið á sæmilega stórum sendibíl. Annað innbrot í sumarbústað var svo tilkynnt í síðustu viku. Það átti sér stað í landi Búrfells í Grímsnesi. Úr þeim bústað var stolið sjónvarpi, útvarpi, flakkara, myndbandstæki, kaffivél, búsáhöldum, hreindýraskinni, fatnaði, hjólbörum og ýmsu öðrum smærri munum. Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu 2. maí til 16. maí síðastliðinn. Í þessu tilviki notaði þjófurinn haka til að spenna upp útihurð. Hafi einhver upplýsingar um þessi innbrot er þeim sama bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma: 480 1010. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Þeir eru misstillitsamir þjófarnir, en sumarhúsaeigandi í Þingvallasveit fékk að kynnast einum slíkum. Þannig var loki af rafmagnssetlaug stolið frá sumarbústað í landi Kárastaða í maí. Þjófurinn lét sig þó hafa það að tæma setlaugina, líklega af ótta við að laugin skemmdist vegna næturfrostsins. Þjófurinn stal einnig tröppum og útiljósi. Lögreglan á Selfossi telur að þjófnaðurinn gæti hafa átt sér stað á tímabilinu 1. til 18. maí. Svo segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi að frá því um miðjan apríl til miðjan maí síðastliðinn, hafi verið brotist inn í sumarbústað í landi Efra Sýrlæks í Flóa. Þaðan var stolið nýlegum Simenz ísskáp, hjónarúmi, búsáhöldum og karlmannsfatnaði. Þjófarnir brutu sér leið með því að spenna upp útihurð. Það er afar fáttítt að brotist sé inn í sumarbústaði í Flóanum, þó þar hafi eitt frægasta rán Íslandssögunnar átt sér stað, sjálft Kambsrán að því er greinir frá í tilkynningu lögreglunnar. Gera má ráð fyrir að þjófarnir hafi verið á sæmilega stórum sendibíl. Annað innbrot í sumarbústað var svo tilkynnt í síðustu viku. Það átti sér stað í landi Búrfells í Grímsnesi. Úr þeim bústað var stolið sjónvarpi, útvarpi, flakkara, myndbandstæki, kaffivél, búsáhöldum, hreindýraskinni, fatnaði, hjólbörum og ýmsu öðrum smærri munum. Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu 2. maí til 16. maí síðastliðinn. Í þessu tilviki notaði þjófurinn haka til að spenna upp útihurð. Hafi einhver upplýsingar um þessi innbrot er þeim sama bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma: 480 1010.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels