Innlent

Dorrit verður viðstödd skírn sænsku prinsessunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dorrit Moussaieff forsetafrú hélt áleiðis til Svíþjóðar í dag til að sækja skírn prinsessunnar Stellu, dóttur Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins, í boði sænsku konungshjónanna. Athöfnin fer fram á morgun, klukkan tólf að staðartíma, í kapellu konungshallarinnar í Stokkhólmi. Í kjölfarið sækir forsetafrúin móttöku og situr hádegisverð í konungshöllinni.

Sænsku konungshjónin, Karl Gústav XVI og Silvía drottning, buðu íslensku forsetahjónunum til athafnarinnar ásamt þjóðhöfðingjum annarra Norðurlanda. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gat ekki sótt viðburðinn vegna anna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×