Innlent

74% brota framin á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 74% hegningarlagabrota sem framin voru á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru framin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði. Alls voru framin 3.700 hegningarlagabrot og þar af voru 2.722 brot á höfuðborgarsvæðinu. Næstflest brot voru skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum eða 7% brota og þar á eftir fylgir lögreglan á Akureyri með 5% hegningarlagabrota. Þá voru 4% allra hegningarlagabrota skráð hjá lögreglunni á Selfossi. Fjögur lögregluembætti hafa því sinnt 90% hegningarlagabrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×