Innlent

Verjandi meints morðingja vill lokað réttarhald

BL og JHH skrifar
Réttarhaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjaness.
Réttarhaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjaness.
Lögmaður fjölskyldu Þóru Eyjalínar Gísladóttur, sem var myrt í Hafnarfirði í febrúar á þessu ári, krefst þess að réttarhöldin yfir meintum morðingja verði lokuð. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Verjandi Hlífars Vatnars Stefánssonar, sem grunaður er um morðið, tók undir kröfuna. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, mótmælti hins vegar kröfunni þegar hún var borin upp í morgun. Sagði hann að engin sérstök ástæða væri til að hlífa sakborningi. Þegar Helgi Magnús hafði mótmælt kröfunni gaf sakborningur honum fingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×