Innlent

Morðingi í dómi: Djöfuls viðbjóður - fokkaðu þér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlífar Vatnar Stefánsson leiddur fyrir dóminn.
Hlífar Vatnar Stefánsson leiddur fyrir dóminn.
Kröfu um að réttarhöld yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni yrði lokuð var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Það voru lögmenn aðstandenda hinnar látnu sem báru kröfuna fram og tók verjandi Hlífars undir þá kröfu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari mótmælti hins vegar kröfunni og dómarinn hafnaði henni.

Hlífar Vatnar játaði á sig sakargiftir eins og þær koma fyrir í ákæru en honum er gefið að sök að hafa stungið konuna og skorið hana á háls. Aðstandendur látnu kröfðu Hlífar Vatnar um skaðabætur en þegar hann var spurður út í afstöðu til þeirrar kröfu sagði hann fyrir framan dóminn: „Djöfulsins viðbjóður. Fokkaðu þér, þetta er ógeðslega ómerkilegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×