Innlent

Fyrrum FBI maður leitar að Lagarfljótsorminum

Bandarískt kvikmyndatökulið á vegum NBC sjónvarpsstöðvarinnar var við tökur í Fljótsdal í síðustu viku við leit að Lagarfljótsorminum. Stjórnandi hópsins er fyrrum sérsveitarmaður úr bandarísku alríkislögreglunni FBI.

Fjallað er um málið á vefsíðu Austurgluggans. Þar segir að um tuttugu manna hópur frá stöðinni hreiðraði um sig við Hrafnkelsstaði í síðustu viku. Hann mun hafa verið frá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem heldur úti þætti sem ber heitið „Fact or Faked: Paranormal Files"

Myndband Hjartar Kjerúlf, bónda á Hrafnkelsstöðum, af Lagarfljótsorminum, sem um fimm milljónir manna hafa séð á YouTube, virðist hafa dregið Bandaríkjamennina til Íslands.

Ben Hansen, fyrrum sérsveitarmaður hjá FBI, er aðalstjórnandi þáttarins. Sá virðist hafa notið ferðarinnar austur. „Annar dagur með nýrri upplifun. Ég var að borða hreindýr og í gærkvöldi sá ég norðurljósin. ÓTRÚLEGT!" ritar hann á Twitter síðastliðinn þriðjudag en neitar að gefa upp hvar hann sé, að því er segir á vefsíðu Austurgluggans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.