Innlent

Dallas snýr aftur á Stöð 2 í sumar

Glæsileg fjölskylda!
Glæsileg fjölskylda!
"Það sat öll þjóðin spennt á miðvikudagskvöldum eftir þessum þáttum,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Þann 13. júní næstkomandi mun stöðin taka til sýninga hina gífurlega vinsælu þætti Dallas.

Skarphéðinn var í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er heil kynslóð sem þekkir ekki Dallas, það er kominn tími til að kynna fjölskylduna til leiks fyrir þeim; fjölskyldunni sem þrífst á olíuiðnaðinum í Dallas," segir hann og bendir á sá þáttur sem hefur fengið næst mesta áhorfið í Bandaríkjunum, sé þátturinn sem JR var skotinn.

Þættirnir eru framleiddir mikið til af sama fólkinu og kom að fyrri þáttunum og segir Skarphéðinn að framleiðendurnir fullyrði að það verði haldið í öll helstu einkennin. „Mikil ást og örlög, dramtík og svik og prettir. JR verður þarna í essinu sínu, Bobby snýr aftur líka. Þráðurinn verður mikið til þessi, að Bobby hefur miklar áhyggjur af því að synir þeirra Christoper og John Ross séu að fara sömu leið og feðurnir, að græðgin og baráttan um völdin séu að sundra fjölskyldunni aftur."

Þættirnir verða á dagskrá á Stöð 2 í sumar og verður fyrsti þáttur sýndur þann 13. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×