Innlent

Dvöldu í sumarhúsi á Egilsstöðum og sögðust vera í Bandidos

Meðlimur í vélhjólasamtökunum Bandidos.
Meðlimur í vélhjólasamtökunum Bandidos. mynd úr safni
Orðrómur um að meðlimir vélhjólagengisins Bandidos hefðu heimsótt Egilsstaði um páskahelgina á ekki við rök að styðjast, segir yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum.

Það er fréttavefurinn Austurglugginn sem greinir frá þessu. Á borgarafundi um skipulagða glæpastarfsemi í bænum í gær sagði Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðun, að orðrómur hefði verið um að þrír til fjórir einstaklingar, sem gistur í sumarhúsi við Egilsstaði, tengdust samtökunum.

„Einn þeirra lét þess getið í orðræði við veitingamann að þeir væru í Bandidos og ætluðu að opna félagsheimili hér eftir þrjár vikur. Við þekkjum þrjá af þessum mönnum en þeir eru ekki í gengjum sem tengjast afbrotum," sagði Óskar á fundinum í gær.

Á hádegisfundi á vegum Varðbergs, samtaka um norræna samvinnu og alþjóðamál, sem fór fram í Þjóðminjasafninu í í mars síðastliðnum, sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að lögreglan hefði heimildir fyrir því að næsti viðkomustaður vélhjólasamtaka væri Egilsstaðir.

Bandidos hefur ekki enn haslað sér völl hér á landi en eru með stærstu vélhjólasamtökum í heimi.

Á fundinum í gær varaði Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, menn við að hlusta á yfirlýsingar manna á borð við þá sem voru á ferð um páskana.

„Menn verða að gæta sína að vera ekki of hræddir. Oft er þetta bara loft sem þessir aðilar bera á borð. Manni virðist ekki hafa verið mikið á bakvið þessa spaða sem þarna voru á ferðinni," hefur Austurglugginn eftir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×