Innlent

Lögreglan þurfti að taka drukkinn breskan sjóliða úr umferð

"What shall we do with a drunken sailor", spurðu lögreglumenn sig í nótt, þegar þeir þurftu að hafa afskipti af drukknum breskum sjóliða í Reykjavík.

Niðurstaðan var að aka honum til síns heima, sem er breska freygátan HMS St. Albans, sem liggur við Skarfabakka í Sundahöfn.

Þar tóku félagar hans við honum , en ekki fara sögur af því hvort hann var kjöldreginn, sem lengi vel var algeng refsing fyrir yfirsjórnir sjóliða í flota hennar, eða hans hátignar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×