Innlent

Líkja eftir flugslysi á Keflavíkurflugvelli

Frá flugslysaæfingunni árið 2009.
Frá flugslysaæfingunni árið 2009. mynd/landsbjörg
Umfangsmesta flugslysaæfing landsins verður haldin á Keflavíkurflugvelli á morgun. Það er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Isavia sem standa fyrir æfingunni.

Líkt er eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkurflugvelli og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samhæfingu og virkni áætlunarinnar.

Á meðal þátttakenda í æfingunni eru slökkvilið, lögregla, sjúkrahús, prestar og sjálfboðaliðar sem munu leika flugfarþega og aðstandendur. Alls taka um 350 manns í æfingunni.

Undirbúningur hefur staðið yfir um allangt skeið en svo umfangsmikil æfing var síðast haldin á Keflavíkurflugvelli vorið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×