Innlent

Sitja inni í tvo mánuði eftir sérstaklega hættulega líkamsárás

Karl og kona um þrítugt voru dæmd í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Players í Kópavogi í janúar í fyrra. Fólkið lenti í deilum við mann inni á staðnum en þau voru þar að skemmta sér.

Átökin héldu áfram fyrir utan staðinn og sló maðurinn þá fórnarlambið tvisvar sinnum með krepptum hnefa og sparkaði ítrekað í höfuð og líkama hans þar sem hann lá á jörðinni. Þegar því var lokið barði konan fórnarlambið í höfuðið.

Fórnarlambið missti meðvitund og var um tíma í lífshættu að mati lækna.

Maðurinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi og konan fimm mánaða fangelsi. Hluti dómanna er skilorðsbundinn og þurfa þau bæði að afplána tvo mánuði bak við lás og slá. Þá er þeim gert að greiða fórnarlambinu 700 þúsund krónur í miskabætur.

Frétt Stöðvar 2 í janúar 2011 um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×