Innlent

Í fangelsi fyrir fjölmörg brot

Fjórir piltar voru dæmdur í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjölmörg brot víða um land. Brotin voru framin í fyrra og í ár en á meðal þess sem þeir voru sakfelldir fyrir voru þjófnaðir, eignaspjöll og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Einn af mönnunum var dæmdur í 2 ára fangelsi, annars í 12 mánaða fangelsi og hinir tveir hlutu skilorðsbundna dóma í fjóra og sex mánuði. Þeir sem hlutu þyngsta og næst þyngsta dóminn voru sviptir ökurétti, annar í tvö ár en hinn ævilangt - sá er tvítugur að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×