Innlent

Karlar með 6,6% hærri laun en konur

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Föst laun karla á Íslandi eru 6,6% hærri en föst laun kvenna þegar búið er að taka tillit til helstu áhrifaþátta. Þetta er niðurstaða greiningar PwC á launamun kynjanna. Greiningin byggir á ítarlegum gögnum, sem fengin voru úr launakerfum liðlega 70 íslenskra fyrirtækja, yfir launagreiðslur í septembermánuði árið 2011.

Í sambærilegri greiningu árið 2006 voru laun karla 12% hærri en laun kvenna. Helstu áhrifaþættir launa eru aldur, starfsaldur, menntun, starfshlutfall, fyrirtæki, starf, staða í skipuriti og heildarvinnustundir.

Árið 2011 var hálf öld liðin frá því Alþingi setti lög um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafn verðmæt störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×