Innlent

Heimavinnandi foreldri ekki með undir 560 þúsund í mánaðarlaun

Þau eru fjölbreytt störf heimilanna. Stundum þarf meira að segja að bregða sér í hlutverk rafvirkjans.
Þau eru fjölbreytt störf heimilanna. Stundum þarf meira að segja að bregða sér í hlutverk rafvirkjans.
Heimavinnandi húsmóðir, eða húsfaðir, er ekki með lægri en 560 þúsund í mánaðarlaun samkvæmt útreikningum kjaramálasviðs Eflingar. Reykjavík síðdegis ræddi við Hörpu Ólafsdóttur, forstöðumanns kjarasviðsins, og báðu hana um að reikna mánaðarlaun heimavinnandi foreldra, væri slík vinna almennt launuð. Þannig voru ýmis störf tekin með í reikninginn sem heimavinnandi foreldri þarf að inna af hendi, svo sem matreiðslu, umönnun og þrif.

„Ef við miðum við átta tíma vinnu þá er þetta ekki undir 200 þúsund krónur á mánuði og leggst kvöldvinna með tilheyrandi álagi ofan á launin, og það er líklega ekki undir 150 þúsund krónum," útskýrir Harpa en útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis fengu hana til þess að reikna út hver laun heimavinnandi foreldra væru, fengi þau borgað fyrir heimilisstörfin, eftir að bandarísk heimsíða gerði slíkt hið sama.

Harpa segir að töluverð vinna sé að auki á bak við þau störf sem heimavinnandi foreldri inni af hendi, og þau fá ekkert frí um helgar, þannig sú vinna bætist ofan á allt annað.

„Það er alveg ljóst að það eru mikil verðmæti sem skapast innan veggja heimilanna," segir Harpa sem bætir við að samkvæmt vinnulöggjöfinni þá vinni heimavinnandi foreldri of mikið.

Harpa bendir einnig á að þegar hagvöxturinn fór niður eftir hrunið þá hafi verðmæti skapast á öðrum stöðum, svo sem á heimilunum. „Og þetta er mjög vanmetið starf sérstaklega í ljósi þess að hagvöxturin fór niður eftir hrun," bætir Harpa við.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Hörpu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×