Innlent

Lítill drengur varð fyrir rafmagnslest

Karen Kjartansdóttir skrifar
Lítill drengur slasaðist í byrjun mánaðarins á fæti eftir að hafa orðið fyrir rafmagnslestinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verkefnastjóri slysavarna barna og unglinga segir fjölda slysa hafa orðið í garðinum. Nauðsynlegt sé að skilgreina mismunandi starfsemi garðsins. 

Drengurinn, sem er á fimmta aldursári, slasaðist illa á hægri fæti eftir að hafa dottið milli vagna á rafmagnslestinni sem ekur um garðinn en slysið varð þegar hann var að klifra á milli þeirra. Samkvæmt lýsingum sjónvarvotta fékk drengurinn mikið sár á fótinn og blæddi mikið.

Forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, vildi ekki veita fréttastofu viðtal en sagði að fjölskylda drengsins hefði verið í sambandi við sig vegna slyssins. Þau hafi sagt sér að drengurinn hafi ekki brotnað eins og talið var í fyrstu en væri með mikla áverka. Sagði hann að starfsfólk garðsins tæki slysið mjög nærri sér.

Stefnt er að því að hafa lestina áfram í garðinum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×