Innlent

Minni stríðshugur meðal þess sem útskýrir lækkandi eldsneytisverð

Magnús Ásgeirsson.
Magnús Ásgeirsson.
„Það er nú minni stríðshugur, sem betur fer, en það er þó tvennt sem hefur gerst síðustu daga og vegur þungt, þannig hefur komið í ljós að það var framleidd meiri olíu frá olíuframleiðsluríkjum OPEC en gert var ráð fyrir og svo að það er minni hagvöxtur í Bandaríkjunum," útskýrði Magnús Ásgeirsson, eldsneytissérfræðingur N1, sem Reykjavík síðdegis ræddi við í dag til þess að leita skýringa á lækkandi eldsneytisverði í heiminum, og svo auðvitað hér á landi.

Þannig fór bensinlítrinn undir 260 krónur í dag og vonast Magnús til þess að verð lækki ennfrekar næstu vikur og mánuði.

Hann segir samt ýmislegt enn geta haft áhrif á verðið. Þannig hefur flugeldsneytið töluverð áhrif og getur það haldið verðinu uppi í sumar. Þá nefnir hann einnig svokallaða hráefnisspekúlanta, það er að segja umsvifamikla fjárfesta, sem gætu keypt mikið af olíu með lækkandi verði, og þannig hækkað eldsneytisverð á heimsvísu.

Magnús leyfir sér þó að vera bjartsýnn, „Vonum að þeir sofi yfir sig á mánudaginn," segir hann hlæjandi.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×