Innlent

Erill hjá lögreglunni í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaður, grunaðir um meinta ölvun við akstur.

Þá voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Rétt eftir miðnætti var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um fíkniefnaakstur og við frekari rannsókn á því máli var farið í húsleit. Þar fundust 55 til 65 grömm af ætluðu amfetamíni.

Einn maður var handtekinn vegna rannsóknar málsins og gisti hann fangageymslu lögreglu.

Þá var mikið um pústra og þurfti lögreglan að sinna nokkrum hávaðaútköllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×