Innlent

Skipstjórinn mun reyna að losa skipið

Frá Sandgerði í morgun.
Frá Sandgerði í morgun. mynd/fréttastofa
Skipstjóri flutningaskipsins Fernanda/J7AM7 mun sjálfur reyna að ná skipinu af strandstað á háflóði síðar í dag. Áhöfn varðskipsins Þórs hefur nú rætt við áhöfn Fernanda og mun varðskipið vera áfram á staðnum og kemur til aðstoðar ef þörf krefur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti lögreglumann um borð í skipið í morgun og verður hann um borð ásamt stýrimanni frá varðskipinu. Þá verður björgunarsveit slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Sandgerði einnig til aðstoðar á svæðinu.

Landhelgisgæslunni barst tilkynning um strandið klukkan 08:30 í morgun. Fernanda, sem er skráð í Dóminíska lýðveldinu, missti af beygju þegar það sigldi með lóðs inn í höfnina.

Ellefu skipverjar eru um borð og heilast þeim vel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×